Newey óhræddur um borð í eigin bílum Birgir Þór Harðarson skrifar 7. nóvember 2012 18:00 Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull-liðsins, ók sínum frægu kappakstursbílum í fyrsta sinn á dögunum undir dyggri handleiðslu David Coulthard, sem á sínum tíma ók fyrir Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1. Newey ók Leyton House March-bíl sem hann hannaði fyrir keppnistímabilið 1988 og þriggja ára gömlum Red Bull RB6-bíl. Þó Red Bull-bíllinn frá 2009 hefði ekki fært liðinu heimsmeistaratitil vann hann nokkur mót. Christian Horner, liðstjóri Red Bull, var hræddur um hönnuðinn sinn þegar Newey ók eins og trylltur um Silverstone-brautina. Adrian Newey er af mörgum talinn besti hönnuður allra tíma í Formúlu 1. Hann er allavega í hópi þeirra sigursælustu enda hefur hann framleitt heimsmeistarabíla fyrir þrjú mismunandi lið á sínum ferli. Á tíunda áratug síðustu aldar vann Newey fyrir Williams-liðið og gerði að heimsmeisturum. Hann færði sig svo um set og hannaði heimsmeistarabíl Mika Hakkinen hjá McLaren árin 1998 og 1999. Árið 2006 hóf Newey störf hjá Red Bull og hafði það markmið að gera liðið að heimsmeisturum. Það tókst í tvö skipti 2010 og 2011. Það gæti jafnvel gerst á ný í ár. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull-liðsins, ók sínum frægu kappakstursbílum í fyrsta sinn á dögunum undir dyggri handleiðslu David Coulthard, sem á sínum tíma ók fyrir Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1. Newey ók Leyton House March-bíl sem hann hannaði fyrir keppnistímabilið 1988 og þriggja ára gömlum Red Bull RB6-bíl. Þó Red Bull-bíllinn frá 2009 hefði ekki fært liðinu heimsmeistaratitil vann hann nokkur mót. Christian Horner, liðstjóri Red Bull, var hræddur um hönnuðinn sinn þegar Newey ók eins og trylltur um Silverstone-brautina. Adrian Newey er af mörgum talinn besti hönnuður allra tíma í Formúlu 1. Hann er allavega í hópi þeirra sigursælustu enda hefur hann framleitt heimsmeistarabíla fyrir þrjú mismunandi lið á sínum ferli. Á tíunda áratug síðustu aldar vann Newey fyrir Williams-liðið og gerði að heimsmeisturum. Hann færði sig svo um set og hannaði heimsmeistarabíl Mika Hakkinen hjá McLaren árin 1998 og 1999. Árið 2006 hóf Newey störf hjá Red Bull og hafði það markmið að gera liðið að heimsmeisturum. Það tókst í tvö skipti 2010 og 2011. Það gæti jafnvel gerst á ný í ár.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira