George Lucas, kvikmyndaframleiðandinn sem á heiðurinn af Star Wars myndunum, seldi í dag Walt Disney fyrirtækið sitt Lucasfilms. Fyrir söluna fær hann rúmlega fjóra milljarða bandaríkjadollara, sem nemur yfir 500 milljörðum íslenskra króna.
George Lucas var bæði stofnandi og formaður Lucasfilm. Hann átti fyrirtækið sjálfur eins og það lagði sig og því fær hann hagnaðinn af sölunni í eigin vasa.
Helming upphæðarinnar fær hann greiddan í beinhörðum peningum en eignast hlutabréf í Disney fyrir hinn helminginn. Hann eignast því hér um bil 40 milljón hluti í félaginu.
Eftir að hafa keypt Lucasfilms hefur Disney möguleika á því að halda áfram með hina sívinsælu Star Wars sögu, sem það hyggst gera og gefa út nýja mynd á tveggja ára fresti hér eftir. Hér á Vísi er fjallað um framtíðaráform Disney.
Hér er fjallað um söluna.
