Fótbolti

Indriði spilaði með Viking á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Indriði Sigurðsson hefur jafnað sig á meiðslum sínum og spilaði með Viking á nýjan leik í norsku úrvalsdeildinni.

Liðið vann 2-1 sigur á Sogndal og spilaði Indriði allan leikinn í vörn Viking. Hann spilaði síðast með liðinu í lok ágúst og hefur því misst af síðust leikjum íslenska landsliðsins vegna meiðslanna.

Andrés Már Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Haugesund sem tapaði fyrir Tromsö, 2-0, í dag.

Þá voru þeir Kristján Örn Sigurðsson og Veigar Páll Gunnarsson báðir í byrjunarliðum sinna liða þegar að Hönefoss og Stabæk mættust í dag. Niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Elvar Freyr Helgason var á bekknum hjá Stabæk en Arnór Sveinn Aðalsteinsson var ekki í hópnum hjá Hönefoss.

Viking er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig, tólf stigum frá toppnum. Haugesund er í áttunda sæti, Hönefoss tíunda og Stabæk sem fyrr á botninum.

Þá var einnig spilað í Svíþjóð í dag. Helgi Valur Daníelsson kom inn sem varamaður í 1-0 sigri AIK á IFK Gautaborg. Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson á bekknum.

Norrköping vann Elfsborg, 2-1, og spilaði Gunnar Heiðar Þorvaldsson allan leikinn fyrir Norrköping. Skúli Jón Friðgeirsson var á bekknum hjá Elfsborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×