Jarðtengingin Magnús Halldórsson skrifar 23. október 2012 12:36 Ég lendi alltaf reglulega í rifrildum um landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni og líður vel. Ég er landsbyggðarmaður í þeim rifrildum. Uppvaxtarár hjá foreldrum á Húsavík, þar sem pabbi hefur alla tíð verið rótfastur, og vopnfirskar rætur í móðurætt, eru líklega ástæðan fyrir því að ég finn mig alltaf knúinn til þess að taka til varna þegar landsbyggðin – oftast nær öll innpökkuð í sama orðið – er töluð niður af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu, stundum stjórnmálamönnum meira að segja. Uppspretta deilnanna er mismunandi, eins og gengur, og oft eru það jarðgöng sem vekja reiði og illdeilur. Stundum eitthvað annað, eins og umkvartanir fólks sem býr á landsbyggðinni yfir því að það sé verið að leggja niður grunnheilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið svo til óumdeilt jafnréttismál í hugum Íslendinga.Ekki bara kaffistofur Ég ætla ekki að setja allar „sleggjurnar" fram sem ég hef látið flakka, né heldur þeirra sem finna jarðgöngum – og landsbyggðinni stundum almennt – allt til foráttu. Það þjónar litlum tilgangi. En rifrildin, sem eru nú frekar til gamans en hitt, eru líklega til marks um að þessi sjónarmið togast á, bæði í kaffistofuspjallinu og ekki síður í opinberri pólitískri umræðu. Á þeim sögulegu tímum sem við lifum nú hef ég oft velt því fyrir mér hverjir það voru sem helst fundu fyrir því ótrúlega og einstaka ójafnvægi sem einkenndi þjóðarbúskapinn áður en hann hrundi og við þurftum að beita neyðarlögum til þess að bjarga landinu frá þroti, fyrst þjóða, fyrir fjórum árum. Oft rugla virtir fjölmiðlar erlendis tóma þvælu um íslenskan efnahag og halda að það sé óskaplegt ævintýri hvernig við höfum náð að rétta úr kútnum. Íslenskir stjórnmálamenn, ekki síst stjórnarliðar, lepja þetta upp og halda því fram að fjölmiðlar á Íslandi vilji ekki segja góðar fréttir (jafnvel þó allar þessir fréttir erlendis frá séu meira og minna sagðar hér á landi líka). Erlendu fjölmiðlarnir gleyma oft að horfa til þess að við einfaldlega svindluðum, losuðum okkur við bullið með lagasetningu, og héldum áfram. Engin önnur þjóð í sögunni hefur gert þetta, og stórþjóðir komast augljóslega ekki upp með viðlíka aðgerðir. Hagvöxturinn eftir hrun byggir augljóslega mest á því hvernig við tókum á vandanum. Á fjórum árum hafa, bak við luktar dyr að mestu, verið afskrifaðar skuldir fyrirtækja til þess að koma þeim aftur á lappir, en fram að þessum hamförum hafa niðurfærslur á innheimtanlegum fjárkröfum í fjármálakerfinu verið svo til óþekktar. Vonandi leiðir þetta ekki til þess að atvinnulífið læri ekki af reynslunni. Það er því miður hætta á því. Ég til dæmis skil ekki hvernig allir stóru hluthafarnir í bönkunum föllnu – nema Björgólfur Guðmundsson – hafa komið sér undan því að verða gjaldþrota og missa eignir sínar upp í mörg hundruð milljarða skuldir. Hvernig stendur á því? Er komin upp einhver elíta í landinu sem þarf ekki að borga skuldirnar sínar? Ég vona ekki, en óttast það. Venjulegt fólk Mín tilfinning er sú að það hafi verið íbúar á landsbyggðinni helst sem sáu hrunið fyrir, einkum jarðbundið venjulegt heiðarlegt fólk. Það horfði flest úr fjarlægð á fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu tæplega tvöfaldast, laun fólks – ekki síst í fjármálageiranum – hækka upp úr öllu valdi, sveitarfélög haga sér eins og vogunarsjóði í lóðaviðskiptum og virkjanaframkvæmdum og lásu svo greinar eftir virta rithöfunda um útrásarvíkingana, og baráttu þeirra við „gamla auðvaldið". Stundum með fúlgur fjár í fanginu eftir sölu á ómáluðum málverkum. Þessi skrif náðu aldrei inn í heilann á landsbyggðinni, nema þá að mjög takmörkuðu leyti, enda var veruleikinn sem skrifin spruttu upp úr hvergi sjáanlegur þar. Þetta var allt ein stór furðuveröld. Undantekningarnar voru fáar, en var helst að finna í tengslum stjórnmála og viðskiptalífs inn í sparisjóðakerfinu, sem er nú í rúst.Tvær raddir Tvær viðvaranaraddir eru efstar í huga mínum frá tímanum fyrir hrun. Hvorug þeirra getur skreytt sig með gráðum í hagfræði. Föðurbróðir minn, sem unnið hefur í sjávarútvegi áratugum saman, var um árabil yfirleitt á háa C-inu, í samtölum við okkur bræður, yfir því að við Íslendingar værum að flytja meira inn en út. „Þetta getur aldrei annað en endað með ósköpum," sagði hann, þegar tölurnar litu sem verst út. Hann talar hátt og hefur þá reglu að hækka sig alltaf meira en sá sem er að tala við hann. Þetta er því enn eftirminnilegra fyrir vikið. Meira að segja oft og ítrekað, löngu fyrir allsherjarhrunið, var hann byrjaður að spá fyrir hruni vegna þessa ójafnvægis. Þetta var rétt sjónarhorn, eftir á að hyggja, og hann sá hrunið fyrir frekar en flestir háskólaprófessorarnir í HÍ og HR, sem voru margir hverjir með stjórnmálamennina horfandi yfir vinstri öxlina og bankamennina yfir þá hægri. Seðlabankinn og FME voru svo beint fyrir framan þá alla, leitandi að almannahag, sem hvergi fannst, einhverra hluta vegna. Samtök atvinnulífsins hoppuðu svo í kring eins og klappstýrur – gjörsamlega gjörsneydd sjálfsgagnrýni. Hin röddin var mamma. Hún fullyrti, mörgum árum fyrir hrunið, að þessi glórulausu laun bankamannanna, sem talað var um í sjónvarpinu og blöðunum, væru fullkomlega út í hött og kæmu í bakið á okkur síðar. Enginn ætti skilið að fá svo góð laun og þau villtu mönnum sýn, jarðtengingin myndi hverfa. Þetta var rétt hjá henni, hárrétt. Hún sagði líka árum saman að það væri eitthvað „brjálæði" fyrir sunnan. Að koma keyrandi inn á höfuðborgarsvæðið á uppgangstímunum var eins og fyrir fólk að koma inn í kvikmyndaver í Hollywood. Við blöstu kranar víða, og myndin var óraunveruleg. Líka þegar keyrt var í átt að Leifsstöð þar sem sérstakt skilti tilkynnti um hversu mikið brjálæðið í byggingariðnaði var í Reykjanesbæ – án þess að nokkur gerði neitt! Ekki bara Aliber Chicago-háskólaprófessor-inn Robert Aliber, sem íslenskir bankamenn réðust á eftir að hann varaði við allsherjarhruni hér, var ekki sá eini sem gerði sér grein fyrir ójafnvæginu. Það gerði líka venjulegt fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið, sem fjölmiðlar á Íslandi hafa verið alltof ragir við að þjónusta og tala við. Það eru þó vegamiklar undantekningar á því, vitaskuld, en heilt yfir mætti endurspegla viðhorfin á landsbyggðinni í meira mæli í fjölmiðlum landsins, að því er mér finnst. Stóra spurningin fyrir íslenska hagkerfið hlýtur að vera þessi, þegar hugað er að málefnum landsbyggðarinnar; hvaða efnahagslega þýðingu hefur starfsemi á landsbyggðinni fyrir íslenska hagkerfið? Skiptir landsbyggðin einhverju máli? Í stuttu máli segja tölulegar staðreyndir frá Hagstofu Íslands, sem heldur utan um áreiðanlegustu frumgögn um gang mála í hagkerfinu, þetta:Verðmætasköpun í sjávarútvegi, þar sem verðmæti eru greind niður eftir verkunarstað, þar sem umbreyting sjávarfangs í verðmæti á sér stað, fer nær alfarið fram á landsbyggðinni, eða um 80 prósent. Þar vega mörg lítil bæjarfélög þungt, eins og Þórshöfn, Vopnafjörður og Dalvík, svo dæmi séu tekin.Í ljósi þess hvaða þýðingu íslenskur sjávarútvegur hefur fyrir íslenska hagkerfið, þá er starfsemin á landsbyggðinni beinlínis lífsnauðsynleg landinu. Sjávarafurðir námu 42,6 prósentum af heildarvöruútflutningi landsins í fyrra, hvorki meira né minna.Álvinnsla er síðan stór atvinnuvegur einnig, en 39,5 prósent vöruútflutningstekna má rekja til hennar samkvæmt tölum í fyrra. Stór hluti af þeirri vinnu, eða um 80 prósent, fer fram á landsbyggðinni, ekki síst á Austfjörðum, þar sem álver Alcoa er.Ferðaþjónustan hefur síðan vaxið mikið undanfarin ár. Þar snýst allt um aðdráttaraflið, og hvað það er sem fær ferðamenn til landsins. Samkvæmt könnunum sem Ferðamálastofa hefur vitnað til er mikill meirihluti ferðamanna sem nefnir íslenska náttúru sem helsta aðdráttaraflið, og þar er landsbyggðin að miklu leyti undir. Í mínum heimabæ Húsavík (2.400 íbúar) hefur ferðaþjónusta vaxið ævintýralega á skömmum tíma, ekki síst fyrir dugnað frumkvöðla í bænum, en um 50 til 60 þúsund erlendir ferðamenn sækja bæinn heim á hverju sumri til að skoða hvali.Starfsemi á landsbyggðinni skiptir því sköpum fyrir íslenska hagkerfið, þegar kemur að öflun gjaldeyristekna. Hún skiptir hagkerfið miklu máli við þær aðstæður sem eru hér á landi þessi misserin; með gjaldeyrishöft og ískyggilega háa gjalddaga vegna skulda fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt. Oft hefur verið þörf fyrir miklar gjaldeyristekjur, en nú er nauðsyn. Í stuttu máli, samandregið, finnst mér þessar staðreyndir sýna að starfsemi á landsbyggðinni hefur ekki bara mikilvægu hlutverki að gegna, heldur lífsnauðsynlegu fyrir hagkerfið. Og það sem skiptir líka miklu máli, er að það er nær ógerlegt að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Það er veruleiki sem þarf að horfast í augu við. Þ.e. að starfsemin þarf að vera lifandi áfram, og helst þarf að efla hana, en ekki minnka.Höfuðborgarsvæðið mikilvægt En með þessu er ég ekki að fullyrða að höfuðborgarsvæðið sé einungis byrði á hagkerfinu, auðvitað ekki. Ef svo væri þá myndi ég ekki búa þar, flóknara er það nú ekki. Það gegnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir landið, er miðstöð í innflutningi og er auk þess þekkingaruppsprettan fyrir samfélagið, með háskólana sem helstu „auðlindina". Þá er Reykjavík stór hluti af sjálfsmynd Íslands og er þannig stolt landsmanna, og aðdráttarafl í huga erlendra ferðamanna. Þá er Reykjavík líka að verða afar skemmtilegur suðupunktur fyrir nýsköpun, sem mér finnst sjálfum stjórnmálamenn sýna alltof lítinn áhuga. Hröð fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu (203 þúsund íbúar) á undanförnum árum, á kostnað landsbyggðarinnar (120 þúsund), hefur átt sér stað með ótrúlega miklum sársauka. Skuldum vafin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, eru til marks um það. Sjálfum finnst mér skipulagið á höfuðborgarsvæðinu eins og því hafi verið hent niður úr flugvél, en sitt sýnist væntanlega hverjum um það. Fyrir hagkerfið er þetta líka áhyggjuefni, þar sem starfsemin á landsbyggðinni er svo hlutfallslega mikilvæg fyrir landið, og má illa við því að grotna niður með veikari innviðum. Besta leiðin til þess að viðhalda samkeppnishæfni landsbyggðarinnar eru betri samgöngur, sem eru skammarlegar víða, sérstaklega á Vestfjörðum. Þeir sem telja að stytting leiða og styrking vegasamganga á landsbyggðinni sé slæmur fjárfestingakostur á krepputímum, held ég að hafi rangt fyrir sér. Þó auðvitað verði forgangsröðunin að vera góðum rökum studd og fjárhagsstaða verði að ráða því hversu hratt er farið. En hvað er til ráða? Hugsanlega mætti horfa út fyrir landsteinana og hugsa um hvernig aðrar þjóðir reyna að sporna gegn því að efnahagslega mikilvægir staðir, utan helstu þéttbýliskjarna, grotni niður. Norðmenn bjóða til dæmis lægri skatta í Norður-Noregi heldur en annars staðar, ekki vegna einhverrar rómantískrar hugmyndar um landsbyggðina, heldur vegna þess að hún skilar svo miklum beinhörðum peningum fyrir hagkerfið. Lægri skattar bæta lífskjör, sem skila sér til lengri tíma fyrir ríkissjóð og vinnur gegn því að mikilvæg starfsemi leggist af. Sjálfur held ég að besta leiðin til þess að styrkja gjaldeyrisuppspretturnar, þ.e. landsbyggðina, sé að styrkja samgöngur. Þær leysa krafta úr læðingi, eða í það minnsta hefur það iðulega verið þannig hér á landi. Líklega þarf ég að lækka aðeins róminn þegar kemur að því að taka upp hanskann fyrir landsbyggðina, í rifrildum um þessi málefni, og sýna mikilvægi höfuðborgarsvæðisins meiri skilning. En það er svo sannarlega þörf á því að það sé gert á hinn veginn líka. Sérstaklega stjórnmála- og fjölmiðlastéttin. Hún verður að vera þokkalega jarðtengd þegar að þessu kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Ég lendi alltaf reglulega í rifrildum um landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni og líður vel. Ég er landsbyggðarmaður í þeim rifrildum. Uppvaxtarár hjá foreldrum á Húsavík, þar sem pabbi hefur alla tíð verið rótfastur, og vopnfirskar rætur í móðurætt, eru líklega ástæðan fyrir því að ég finn mig alltaf knúinn til þess að taka til varna þegar landsbyggðin – oftast nær öll innpökkuð í sama orðið – er töluð niður af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu, stundum stjórnmálamönnum meira að segja. Uppspretta deilnanna er mismunandi, eins og gengur, og oft eru það jarðgöng sem vekja reiði og illdeilur. Stundum eitthvað annað, eins og umkvartanir fólks sem býr á landsbyggðinni yfir því að það sé verið að leggja niður grunnheilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið svo til óumdeilt jafnréttismál í hugum Íslendinga.Ekki bara kaffistofur Ég ætla ekki að setja allar „sleggjurnar" fram sem ég hef látið flakka, né heldur þeirra sem finna jarðgöngum – og landsbyggðinni stundum almennt – allt til foráttu. Það þjónar litlum tilgangi. En rifrildin, sem eru nú frekar til gamans en hitt, eru líklega til marks um að þessi sjónarmið togast á, bæði í kaffistofuspjallinu og ekki síður í opinberri pólitískri umræðu. Á þeim sögulegu tímum sem við lifum nú hef ég oft velt því fyrir mér hverjir það voru sem helst fundu fyrir því ótrúlega og einstaka ójafnvægi sem einkenndi þjóðarbúskapinn áður en hann hrundi og við þurftum að beita neyðarlögum til þess að bjarga landinu frá þroti, fyrst þjóða, fyrir fjórum árum. Oft rugla virtir fjölmiðlar erlendis tóma þvælu um íslenskan efnahag og halda að það sé óskaplegt ævintýri hvernig við höfum náð að rétta úr kútnum. Íslenskir stjórnmálamenn, ekki síst stjórnarliðar, lepja þetta upp og halda því fram að fjölmiðlar á Íslandi vilji ekki segja góðar fréttir (jafnvel þó allar þessir fréttir erlendis frá séu meira og minna sagðar hér á landi líka). Erlendu fjölmiðlarnir gleyma oft að horfa til þess að við einfaldlega svindluðum, losuðum okkur við bullið með lagasetningu, og héldum áfram. Engin önnur þjóð í sögunni hefur gert þetta, og stórþjóðir komast augljóslega ekki upp með viðlíka aðgerðir. Hagvöxturinn eftir hrun byggir augljóslega mest á því hvernig við tókum á vandanum. Á fjórum árum hafa, bak við luktar dyr að mestu, verið afskrifaðar skuldir fyrirtækja til þess að koma þeim aftur á lappir, en fram að þessum hamförum hafa niðurfærslur á innheimtanlegum fjárkröfum í fjármálakerfinu verið svo til óþekktar. Vonandi leiðir þetta ekki til þess að atvinnulífið læri ekki af reynslunni. Það er því miður hætta á því. Ég til dæmis skil ekki hvernig allir stóru hluthafarnir í bönkunum föllnu – nema Björgólfur Guðmundsson – hafa komið sér undan því að verða gjaldþrota og missa eignir sínar upp í mörg hundruð milljarða skuldir. Hvernig stendur á því? Er komin upp einhver elíta í landinu sem þarf ekki að borga skuldirnar sínar? Ég vona ekki, en óttast það. Venjulegt fólk Mín tilfinning er sú að það hafi verið íbúar á landsbyggðinni helst sem sáu hrunið fyrir, einkum jarðbundið venjulegt heiðarlegt fólk. Það horfði flest úr fjarlægð á fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu tæplega tvöfaldast, laun fólks – ekki síst í fjármálageiranum – hækka upp úr öllu valdi, sveitarfélög haga sér eins og vogunarsjóði í lóðaviðskiptum og virkjanaframkvæmdum og lásu svo greinar eftir virta rithöfunda um útrásarvíkingana, og baráttu þeirra við „gamla auðvaldið". Stundum með fúlgur fjár í fanginu eftir sölu á ómáluðum málverkum. Þessi skrif náðu aldrei inn í heilann á landsbyggðinni, nema þá að mjög takmörkuðu leyti, enda var veruleikinn sem skrifin spruttu upp úr hvergi sjáanlegur þar. Þetta var allt ein stór furðuveröld. Undantekningarnar voru fáar, en var helst að finna í tengslum stjórnmála og viðskiptalífs inn í sparisjóðakerfinu, sem er nú í rúst.Tvær raddir Tvær viðvaranaraddir eru efstar í huga mínum frá tímanum fyrir hrun. Hvorug þeirra getur skreytt sig með gráðum í hagfræði. Föðurbróðir minn, sem unnið hefur í sjávarútvegi áratugum saman, var um árabil yfirleitt á háa C-inu, í samtölum við okkur bræður, yfir því að við Íslendingar værum að flytja meira inn en út. „Þetta getur aldrei annað en endað með ósköpum," sagði hann, þegar tölurnar litu sem verst út. Hann talar hátt og hefur þá reglu að hækka sig alltaf meira en sá sem er að tala við hann. Þetta er því enn eftirminnilegra fyrir vikið. Meira að segja oft og ítrekað, löngu fyrir allsherjarhrunið, var hann byrjaður að spá fyrir hruni vegna þessa ójafnvægis. Þetta var rétt sjónarhorn, eftir á að hyggja, og hann sá hrunið fyrir frekar en flestir háskólaprófessorarnir í HÍ og HR, sem voru margir hverjir með stjórnmálamennina horfandi yfir vinstri öxlina og bankamennina yfir þá hægri. Seðlabankinn og FME voru svo beint fyrir framan þá alla, leitandi að almannahag, sem hvergi fannst, einhverra hluta vegna. Samtök atvinnulífsins hoppuðu svo í kring eins og klappstýrur – gjörsamlega gjörsneydd sjálfsgagnrýni. Hin röddin var mamma. Hún fullyrti, mörgum árum fyrir hrunið, að þessi glórulausu laun bankamannanna, sem talað var um í sjónvarpinu og blöðunum, væru fullkomlega út í hött og kæmu í bakið á okkur síðar. Enginn ætti skilið að fá svo góð laun og þau villtu mönnum sýn, jarðtengingin myndi hverfa. Þetta var rétt hjá henni, hárrétt. Hún sagði líka árum saman að það væri eitthvað „brjálæði" fyrir sunnan. Að koma keyrandi inn á höfuðborgarsvæðið á uppgangstímunum var eins og fyrir fólk að koma inn í kvikmyndaver í Hollywood. Við blöstu kranar víða, og myndin var óraunveruleg. Líka þegar keyrt var í átt að Leifsstöð þar sem sérstakt skilti tilkynnti um hversu mikið brjálæðið í byggingariðnaði var í Reykjanesbæ – án þess að nokkur gerði neitt! Ekki bara Aliber Chicago-háskólaprófessor-inn Robert Aliber, sem íslenskir bankamenn réðust á eftir að hann varaði við allsherjarhruni hér, var ekki sá eini sem gerði sér grein fyrir ójafnvæginu. Það gerði líka venjulegt fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið, sem fjölmiðlar á Íslandi hafa verið alltof ragir við að þjónusta og tala við. Það eru þó vegamiklar undantekningar á því, vitaskuld, en heilt yfir mætti endurspegla viðhorfin á landsbyggðinni í meira mæli í fjölmiðlum landsins, að því er mér finnst. Stóra spurningin fyrir íslenska hagkerfið hlýtur að vera þessi, þegar hugað er að málefnum landsbyggðarinnar; hvaða efnahagslega þýðingu hefur starfsemi á landsbyggðinni fyrir íslenska hagkerfið? Skiptir landsbyggðin einhverju máli? Í stuttu máli segja tölulegar staðreyndir frá Hagstofu Íslands, sem heldur utan um áreiðanlegustu frumgögn um gang mála í hagkerfinu, þetta:Verðmætasköpun í sjávarútvegi, þar sem verðmæti eru greind niður eftir verkunarstað, þar sem umbreyting sjávarfangs í verðmæti á sér stað, fer nær alfarið fram á landsbyggðinni, eða um 80 prósent. Þar vega mörg lítil bæjarfélög þungt, eins og Þórshöfn, Vopnafjörður og Dalvík, svo dæmi séu tekin.Í ljósi þess hvaða þýðingu íslenskur sjávarútvegur hefur fyrir íslenska hagkerfið, þá er starfsemin á landsbyggðinni beinlínis lífsnauðsynleg landinu. Sjávarafurðir námu 42,6 prósentum af heildarvöruútflutningi landsins í fyrra, hvorki meira né minna.Álvinnsla er síðan stór atvinnuvegur einnig, en 39,5 prósent vöruútflutningstekna má rekja til hennar samkvæmt tölum í fyrra. Stór hluti af þeirri vinnu, eða um 80 prósent, fer fram á landsbyggðinni, ekki síst á Austfjörðum, þar sem álver Alcoa er.Ferðaþjónustan hefur síðan vaxið mikið undanfarin ár. Þar snýst allt um aðdráttaraflið, og hvað það er sem fær ferðamenn til landsins. Samkvæmt könnunum sem Ferðamálastofa hefur vitnað til er mikill meirihluti ferðamanna sem nefnir íslenska náttúru sem helsta aðdráttaraflið, og þar er landsbyggðin að miklu leyti undir. Í mínum heimabæ Húsavík (2.400 íbúar) hefur ferðaþjónusta vaxið ævintýralega á skömmum tíma, ekki síst fyrir dugnað frumkvöðla í bænum, en um 50 til 60 þúsund erlendir ferðamenn sækja bæinn heim á hverju sumri til að skoða hvali.Starfsemi á landsbyggðinni skiptir því sköpum fyrir íslenska hagkerfið, þegar kemur að öflun gjaldeyristekna. Hún skiptir hagkerfið miklu máli við þær aðstæður sem eru hér á landi þessi misserin; með gjaldeyrishöft og ískyggilega háa gjalddaga vegna skulda fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt. Oft hefur verið þörf fyrir miklar gjaldeyristekjur, en nú er nauðsyn. Í stuttu máli, samandregið, finnst mér þessar staðreyndir sýna að starfsemi á landsbyggðinni hefur ekki bara mikilvægu hlutverki að gegna, heldur lífsnauðsynlegu fyrir hagkerfið. Og það sem skiptir líka miklu máli, er að það er nær ógerlegt að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Það er veruleiki sem þarf að horfast í augu við. Þ.e. að starfsemin þarf að vera lifandi áfram, og helst þarf að efla hana, en ekki minnka.Höfuðborgarsvæðið mikilvægt En með þessu er ég ekki að fullyrða að höfuðborgarsvæðið sé einungis byrði á hagkerfinu, auðvitað ekki. Ef svo væri þá myndi ég ekki búa þar, flóknara er það nú ekki. Það gegnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir landið, er miðstöð í innflutningi og er auk þess þekkingaruppsprettan fyrir samfélagið, með háskólana sem helstu „auðlindina". Þá er Reykjavík stór hluti af sjálfsmynd Íslands og er þannig stolt landsmanna, og aðdráttarafl í huga erlendra ferðamanna. Þá er Reykjavík líka að verða afar skemmtilegur suðupunktur fyrir nýsköpun, sem mér finnst sjálfum stjórnmálamenn sýna alltof lítinn áhuga. Hröð fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu (203 þúsund íbúar) á undanförnum árum, á kostnað landsbyggðarinnar (120 þúsund), hefur átt sér stað með ótrúlega miklum sársauka. Skuldum vafin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, eru til marks um það. Sjálfum finnst mér skipulagið á höfuðborgarsvæðinu eins og því hafi verið hent niður úr flugvél, en sitt sýnist væntanlega hverjum um það. Fyrir hagkerfið er þetta líka áhyggjuefni, þar sem starfsemin á landsbyggðinni er svo hlutfallslega mikilvæg fyrir landið, og má illa við því að grotna niður með veikari innviðum. Besta leiðin til þess að viðhalda samkeppnishæfni landsbyggðarinnar eru betri samgöngur, sem eru skammarlegar víða, sérstaklega á Vestfjörðum. Þeir sem telja að stytting leiða og styrking vegasamganga á landsbyggðinni sé slæmur fjárfestingakostur á krepputímum, held ég að hafi rangt fyrir sér. Þó auðvitað verði forgangsröðunin að vera góðum rökum studd og fjárhagsstaða verði að ráða því hversu hratt er farið. En hvað er til ráða? Hugsanlega mætti horfa út fyrir landsteinana og hugsa um hvernig aðrar þjóðir reyna að sporna gegn því að efnahagslega mikilvægir staðir, utan helstu þéttbýliskjarna, grotni niður. Norðmenn bjóða til dæmis lægri skatta í Norður-Noregi heldur en annars staðar, ekki vegna einhverrar rómantískrar hugmyndar um landsbyggðina, heldur vegna þess að hún skilar svo miklum beinhörðum peningum fyrir hagkerfið. Lægri skattar bæta lífskjör, sem skila sér til lengri tíma fyrir ríkissjóð og vinnur gegn því að mikilvæg starfsemi leggist af. Sjálfur held ég að besta leiðin til þess að styrkja gjaldeyrisuppspretturnar, þ.e. landsbyggðina, sé að styrkja samgöngur. Þær leysa krafta úr læðingi, eða í það minnsta hefur það iðulega verið þannig hér á landi. Líklega þarf ég að lækka aðeins róminn þegar kemur að því að taka upp hanskann fyrir landsbyggðina, í rifrildum um þessi málefni, og sýna mikilvægi höfuðborgarsvæðisins meiri skilning. En það er svo sannarlega þörf á því að það sé gert á hinn veginn líka. Sérstaklega stjórnmála- og fjölmiðlastéttin. Hún verður að vera þokkalega jarðtengd þegar að þessu kemur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun