Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans 23. október 2012 23:30 Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni: Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni:
Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira