Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni ráðast í mjög víðtækar hagræðingaraðgerðir, sem munu hafa áhrif á þúsundir starfsmanna.
Ástæðan er sú að þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í hafa ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu, eftir því sem fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk. Við það bætist að nýjar reglur um ársreikninga í Evrópusambandinu, sem gerir ráð fyrir að lífeyrissjóðsskuldbindingar verði skráðar sem skuld í ársreikningi.
Vegna aðhaldsaðgerðanna hafa margir starfsmenn nú þegar verið krafðir um að lækka við sig laun eða þeim sagt upp störfum.
Viðskipti erlent