Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 15:01 Vettel er sex stigum á undan Alonso í heimsmeistarakeppninni þegar fjögur mót eru eftir af tímabilinu. nordicphotos/afp Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari. Formúla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari.
Formúla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti