Forráðamenn og eigendur hlutabréfa í Facebook gátu andað léttar seint í gærkvöldi þegar markaðir lokuðu á Wall Street.
Hlutabréfin í Facebook áttu sinn besta dag á Nasdaq markaðinum en þau hækkuðu um 20% í verði og fóru yfir 23 dollara á hlut. Nasdaq-vísitalan í heild lækkaði hinsvegar um 0,3%.
Þessi miklar velgengi Facebook skýrist af því að ársfjórðungsuppgjör vefsíðunnar fyrir þriðja ársfjórðung reyndist mun betra en sérfræðingar áttu von á þótt rúmlega 50 milljón dollara tap hafi verið á rekstrinum.
Viðskipti erlent