Tala saman gegnum tónlist 25. október 2012 14:11 „Það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist,“ segir hún um spunatónleika sína, Charity Chan og Röggu Gísla í Hafnarhúsinu í kvöld. Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira