Tómur en fullur salur Þóroddur Bjarnason skrifar 25. október 2012 14:17 "Í innsetningu sem þessari er salurinn tómur, ens amt fullur“. Hafnarhúsið, Listasafn Reykjavíkur . HA. Sara Björnsdóttir. Sýningarstjóri Hanna Styrmisdóttir. Titillinn HA er að ég best veit dreginn af fyrstu stöfunum í orðinu Hafnarhúsið, og ekki hugsaður með sérstaka aðra þýðingu, þó draga megi af honum ályktanir, sérstaklega ef maður leyfir sér að bæta t.d. upphrópunar- eða spurningarmerki við fyrir aftan. Verkið, og rýmið, er hljóðlaust fyrir utan lágvært suð úr níu skjávörpum sem sjá um að birta verkið á þremur veggjum salarins, myndbönd af rýminu sjálfu sem varpað er með handahófskenndum hætti á veggina. Um er að ræða al-innsetningu. Verkið snýst um rýmið sem það er sýnt í og dregur þannig til sín hvert einasta mólekúl í salnum, áhorfandann líka, þegar hann er á svæðinu. Síðasta verk af þessu tagi sem ég man eftir að hafa séð í þessu sama rými var verk Ólafs Elíassonar Frost Activity árið 2004, en þar tók verkið allt rýmið með sér og áhorfendur líka. Gólfið var þá alsett stuðlabergsmynstri og loftið var einn stór spegill. Rétt eins og nú voru engir listhlutir í rýminu og áhorfandinn gat reikað um salinn og upplifað verkið frá mismunandi sjónarhornum. Annað dæmi um svona verk er verk breska Turner-verðlaunahafans Martins Creed, Verk nr. 227: The Lights Going On and Off, en verkið var nákvæmlega það sem titillinn gefur til kynna, að ljósið í rýminu, sem var tómt að öðru leyti, kviknaði og slökknaði á víxl. Í innsetningu sem þessari er salurinn tómur, en samt fullur, og misbjagaðar myndirnar af rýminu í HA hafa skynræn og líkamleg áhrif á mann. Það er til dæmis ekki laust við að maður fái létta sjóveikistilfinningu á stundum. Rýmið kallast í sífellu á við sjálft sig, oft líður manni eins og í speglasal þar sem spegill speglast í spegli. Þetta er afar stílhreint verk, eins konar nýtísku Op-verk. Ef maður þekkir fyrri verk Söru af svipuðum toga þar sem hún kemur sjálf fram í gjörningi, þá er ekki laust við að maður sé alltaf ómeðvitað að búast við henni, eða öðrum manneskjum, að gægjast fram undan súlu eða innan úr skoti, og eiga þannig samskipti við áhorfandann og rýmið, þó maður viti fyrirfram að það er ekki raunin í þessu verki. Fjarveran spilar því rullu í upplifuninni. Myndirnar í salnum í Hafnarhúsinu skekkjast og bjagast, rýmið kútveltist um sjálft sig þegar myndum er kastað hverri ofan á aðra. Stundum er þetta eins og að vera staddur í gamalli svarthvítri film-noir bíómynd, enda er rýmið nær alveg svarthvítt og myndböndin þar af leiðandi líka. Myndböndin virðast hafa verið tekin upp með gluggahlerana í salnum opna, til að leika með ljósið, en sýningin fer fram með hlerana lokaða, sem er auðvitað praktískara. Hitt hefði þó hugsanlega náð að leika sterkar með tímaelementið í verkinu; erum við stödd í fortíð eða nútíð, í beinni útsendingu jafnvel, er verið að rugla okkur í rauntíma-ríminu? Ef það var eitthvað sem truflaði sýningarupplifunina þá voru það súlurnar í salnum og tíðni myndbirtinganna, sem gerðu samt vissulega sitt í að auka á skynrænu áhrifin af verkinu. Niðurstaða: Stílhrein og falleg sýning sem á í samtali við áhorfandann og spilar á skynjun hans með margvíslegum hætti. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hafnarhúsið, Listasafn Reykjavíkur . HA. Sara Björnsdóttir. Sýningarstjóri Hanna Styrmisdóttir. Titillinn HA er að ég best veit dreginn af fyrstu stöfunum í orðinu Hafnarhúsið, og ekki hugsaður með sérstaka aðra þýðingu, þó draga megi af honum ályktanir, sérstaklega ef maður leyfir sér að bæta t.d. upphrópunar- eða spurningarmerki við fyrir aftan. Verkið, og rýmið, er hljóðlaust fyrir utan lágvært suð úr níu skjávörpum sem sjá um að birta verkið á þremur veggjum salarins, myndbönd af rýminu sjálfu sem varpað er með handahófskenndum hætti á veggina. Um er að ræða al-innsetningu. Verkið snýst um rýmið sem það er sýnt í og dregur þannig til sín hvert einasta mólekúl í salnum, áhorfandann líka, þegar hann er á svæðinu. Síðasta verk af þessu tagi sem ég man eftir að hafa séð í þessu sama rými var verk Ólafs Elíassonar Frost Activity árið 2004, en þar tók verkið allt rýmið með sér og áhorfendur líka. Gólfið var þá alsett stuðlabergsmynstri og loftið var einn stór spegill. Rétt eins og nú voru engir listhlutir í rýminu og áhorfandinn gat reikað um salinn og upplifað verkið frá mismunandi sjónarhornum. Annað dæmi um svona verk er verk breska Turner-verðlaunahafans Martins Creed, Verk nr. 227: The Lights Going On and Off, en verkið var nákvæmlega það sem titillinn gefur til kynna, að ljósið í rýminu, sem var tómt að öðru leyti, kviknaði og slökknaði á víxl. Í innsetningu sem þessari er salurinn tómur, en samt fullur, og misbjagaðar myndirnar af rýminu í HA hafa skynræn og líkamleg áhrif á mann. Það er til dæmis ekki laust við að maður fái létta sjóveikistilfinningu á stundum. Rýmið kallast í sífellu á við sjálft sig, oft líður manni eins og í speglasal þar sem spegill speglast í spegli. Þetta er afar stílhreint verk, eins konar nýtísku Op-verk. Ef maður þekkir fyrri verk Söru af svipuðum toga þar sem hún kemur sjálf fram í gjörningi, þá er ekki laust við að maður sé alltaf ómeðvitað að búast við henni, eða öðrum manneskjum, að gægjast fram undan súlu eða innan úr skoti, og eiga þannig samskipti við áhorfandann og rýmið, þó maður viti fyrirfram að það er ekki raunin í þessu verki. Fjarveran spilar því rullu í upplifuninni. Myndirnar í salnum í Hafnarhúsinu skekkjast og bjagast, rýmið kútveltist um sjálft sig þegar myndum er kastað hverri ofan á aðra. Stundum er þetta eins og að vera staddur í gamalli svarthvítri film-noir bíómynd, enda er rýmið nær alveg svarthvítt og myndböndin þar af leiðandi líka. Myndböndin virðast hafa verið tekin upp með gluggahlerana í salnum opna, til að leika með ljósið, en sýningin fer fram með hlerana lokaða, sem er auðvitað praktískara. Hitt hefði þó hugsanlega náð að leika sterkar með tímaelementið í verkinu; erum við stödd í fortíð eða nútíð, í beinni útsendingu jafnvel, er verið að rugla okkur í rauntíma-ríminu? Ef það var eitthvað sem truflaði sýningarupplifunina þá voru það súlurnar í salnum og tíðni myndbirtinganna, sem gerðu samt vissulega sitt í að auka á skynrænu áhrifin af verkinu. Niðurstaða: Stílhrein og falleg sýning sem á í samtali við áhorfandann og spilar á skynjun hans með margvíslegum hætti.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira