Viðskipti erlent

Spilling, skattsvik og glæpir kosta Kínverja tugi þúsunda milljarða á ári

Kínverska ríkið verður árlega af tekjum sem nema tugum þúsunda milljarða króna vegna þess hve mikið fé er flutt ólöglega út úr landinu.

Hið ólöglega fé er tilkomið vegna spillingar, skattsvika og glæpastarfsemi. Talið er að á tímabilinu frá árinu 2000 og fram til síðasta árs hafi tekjutap hin opinbera í Kína sökum þessa numið hinni stjarnfræðilegu upphæð 500.000 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í útreikningum sem bandarísk gagnaveita hefur gert. Tekjutapið færist stöðugt í aukanna og það nam yfir 50.000 milljörðum í fyrra sem er tvöfalt meira en árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×