Búið er að samþykkja sameiningu bókaforlaganna Penguin og Random House. Hið nýja forlag mun heita Penguin Random House.
Eignarhluturinn í hinu nýja forlagi skiptist þannig að þýski fjölmiðlarisinn Bertelsmann mun eiga 53% en Random House var í eigu Þjóðverjanna og breski útgefandinn Pearson mun eiga 47%.
Hið sameinaða forlag verður eitt það stærsta í heiminum. Velta Random House á síðasta ári nam 1,7 milljörðum evra og velta Penguin nam um milljarði punda.
Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að þar með hafi News Corp. misst af Penguin forlaginu en talið var að News Corp. hafi ætlað að gera milljarðs punda tilboð í forlagið.
Bókaforlögin Penguin og Random House sameinast
