Allt fyrir atvinnumanninn 10. október 2012 11:53 Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar, með appelsínugula Husqvarna-kjarnaborvél í fanginu. Hann segir Husqvarna enn framleiða saumavélar, mótorhjól, haglabyssur og margt fleira. mynd/anton Við fáum nær alltaf spurninguna: Framleiðir Husqvarna ekki bara saumavélar? Þeir sem þekkja kjarnaborvélar Husqvarna vita hins vegar betur og kæra sig ekki um neitt annað enda stendur Husqvarna fyrir gæði alla leið," segir Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar. MHG verslun var stofnuð árið 2000. Hún selur og þjónustar hágæðavörur til margvíslegra verka, þar á meðal steinsagir, kjarnaborvélar, sláttuvélar, keðjusagir og hillukerfi. "Við erum lítið í minni verkfærum til heimilisnota en höfum allt fyrir atvinnumenn í iðnaði og þjónustu," útskýrir Hilmar. "Til að byrja með vorum við með umboð fyrir kjarnaborvélar frá Dimas og steinsagir frá Partner. Árið 2006 keypti sænski framleiðandinn Husqvarna bæði merkin, setti á þau appelsínugula litinn sinn og hélt áfram sömu gæðaframleiðslunni og einkenndi Dimas- og Partner verkfærin áður," upplýsir Hilmar. Hann segir nýju línuna frá Husqvarna státa af DM 340-kjarnaborvélinni. "DM 340 er kraftmikil, með þriggja hraða vatnskældu gírboxi og vegur aðeins fjórtán kíló. Hún tekur 50mm-400mm stóra kjarna bora og er sérstaklega hönnuð fyrir fljóta uppsetningu," útskýrir Hilmar. Hjá MHG verslun fæst einnig úrval varahluta í vélar úr umboði verslunarinnar og einnig sambærilegar vélar frá öðrum framleiðendum. "Kjörorð Husqvarna er gæði, traust og ending. Vélbúnaður Husqvarna er eingöngu seldur í sérverslunum og engin vara sett á markað án áralangra forprófana og reynslu. Husqvarna stendur enda í fremstu röð og er fyllilega sambærilegt við sams konar atvinnutæki á íslenskum markaði. Þess vegna vita íslenskir iðnaðarmenn að hvaða gæðum þeir ganga," segir Hilmar. "Markmið okkar í MHG er að þjónusta viðskiptavininn sem best enda skiljum við þarfir atvinnumannsins." MHG verslun er í Akralind 4 í Kópavogi. Sjá www.mhg.is. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Við fáum nær alltaf spurninguna: Framleiðir Husqvarna ekki bara saumavélar? Þeir sem þekkja kjarnaborvélar Husqvarna vita hins vegar betur og kæra sig ekki um neitt annað enda stendur Husqvarna fyrir gæði alla leið," segir Hilmar Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri MHG verslunar. MHG verslun var stofnuð árið 2000. Hún selur og þjónustar hágæðavörur til margvíslegra verka, þar á meðal steinsagir, kjarnaborvélar, sláttuvélar, keðjusagir og hillukerfi. "Við erum lítið í minni verkfærum til heimilisnota en höfum allt fyrir atvinnumenn í iðnaði og þjónustu," útskýrir Hilmar. "Til að byrja með vorum við með umboð fyrir kjarnaborvélar frá Dimas og steinsagir frá Partner. Árið 2006 keypti sænski framleiðandinn Husqvarna bæði merkin, setti á þau appelsínugula litinn sinn og hélt áfram sömu gæðaframleiðslunni og einkenndi Dimas- og Partner verkfærin áður," upplýsir Hilmar. Hann segir nýju línuna frá Husqvarna státa af DM 340-kjarnaborvélinni. "DM 340 er kraftmikil, með þriggja hraða vatnskældu gírboxi og vegur aðeins fjórtán kíló. Hún tekur 50mm-400mm stóra kjarna bora og er sérstaklega hönnuð fyrir fljóta uppsetningu," útskýrir Hilmar. Hjá MHG verslun fæst einnig úrval varahluta í vélar úr umboði verslunarinnar og einnig sambærilegar vélar frá öðrum framleiðendum. "Kjörorð Husqvarna er gæði, traust og ending. Vélbúnaður Husqvarna er eingöngu seldur í sérverslunum og engin vara sett á markað án áralangra forprófana og reynslu. Husqvarna stendur enda í fremstu röð og er fyllilega sambærilegt við sams konar atvinnutæki á íslenskum markaði. Þess vegna vita íslenskir iðnaðarmenn að hvaða gæðum þeir ganga," segir Hilmar. "Markmið okkar í MHG er að þjónusta viðskiptavininn sem best enda skiljum við þarfir atvinnumannsins." MHG verslun er í Akralind 4 í Kópavogi. Sjá www.mhg.is.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent