Gullbrúðkaup endar í tilfinningalegri rússíbanareið Jónsmessunótt 11. október 2012 11:01 Jónsmessunótt er kolsvört kómedía þar sem segir frá afdrifaríku gullbrúðkaupi, þar sem fjölskyldufaðirinn reynir að endurskrifa fjölskyldusöguna með þeim afleiðingum að upp úr sýður. Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli." Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikritið Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins í kvöld. "Þetta er mjög flott verk frá hendi höfundar, leikandi létt en hefur um leið marga fleti og býður upp á margar tengingar við íslenskan samtíma," segir Harpa Arnardóttir, leikstjóri Jónsmessunætur, nýs leikrits eftir Hávar Sigurjónsson sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í verkinu er sögð saga fjölskyldunnar, sem endurspeglar samfélagið sem hún hefur lifað í. Fjölskyldufaðirinn vill endurskrifa sögu fjölskyldunnar og í uppsiglingu eru átök um völd og eignir og uppgjör á milli einstaklinganna er óumflýjanlegt. "Þarna leysast úr læðingi fjölskyldubönd sem eru bæði ógnvænleg og meinfyndin og brúðkaupsafmælið, sem átti að verða létt og skemmtilegt, endar í allsherjar rússíbanareið." Fjölskyldan í verkinu endurspeglar um margt íslenskt samfélag í dag. "Þess vegna eru ný íslensk leikverk svo mikilvæg," segir Harpa. "Þau eru sprottin úr okkar samtíma og segja svo margt um ástandið í dag. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að leikskáldum." Þetta er í fyrsta sinn sem Harpa leikstýrir verki í Þjóðleikhúsinu. "Ég er fyrst og fremst leikkona en hef leikstýrt inn á milli í gegnum tíðina og hef sífellt meira gaman af því." Hún er hæstánægð með leikhópinn, sem og aðra sem að verkinu koma. "Þetta eru stórkostlegir listamenn og algjörlega frábært að fá að vinna í svona stórum listrænum faðmi. Vinnuferlið er mjög opið og allir taka virkan þátt í sköpuninni. Mér þykir sjálfri mjög gott að vinna í opnu, skapandi og dýnamísku ferli."
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira