Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2012 11:34 Úr DUST 514. mynd/CCP Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna. Leikjavísir Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna.
Leikjavísir Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira