Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2012 11:34 Úr DUST 514. mynd/CCP Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna. Leikjavísir Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna.
Leikjavísir Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira