Ferrari-liðið sannfært um ágæti Massa og framlengir samninginn Birgir Þór Harðarson skrifar 17. október 2012 06:00 Það var langt síðan síðast og Massa fagnaði því vel og innilega að komast á verðlaunapall í Japan fyrir rúmri viku. nordicphotos/afp Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India. Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India.
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira