Formúla 1

Pirelli útvegar endurbætt dekk á næsta ári liðunum til gremju

Birgir Þór Harðarson skrifar
Pirelli ætlar að breyta dekkjunum á ný og freistast til að stokka enn frekar upp í rásröð liðanna.
Pirelli ætlar að breyta dekkjunum á ný og freistast til að stokka enn frekar upp í rásröð liðanna. nordicphotos/afp
Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli fær einn að útvega liðunum í Formúlu 1 dekk á næsta ári eins og síðustu tvö ár. Nú hefur fyrirtækið tekið ákvörðun um hvernig dekkin munu vera á næsta ári.

Það sama var uppi á teningnum fyrir ári síðan en dekkin sem notuð eru í ár hafa heldur betur hrist upp í rásröðinni og gert ökumönnum erfiðara um vik að stilla bíla sína.

Liðunum var tilkynnt þetta í dag svo þau geti byrjað að vinna að hönnun og smíði bíls næsta árs. Breytingarnar felast í gúmmíblöndunni í dekkjunum og byggingu dekkjanna. Markmið Pirelli er einfaldlega að gera kappaksturinn meira spennandi.

Liðin hafa hins vegar lofað að áhrif dekkjanna á næsta ári verði ekki eins mikil og í ár. Margir liðstjórar og ökumenn ásamt stjórnendum Formúlunnar vilja hafa meiri reglu á því hvernig landið liggur milli einstakra móta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×