Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki 2. október 2012 13:23 Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. „Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi. Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað," segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um málið sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaði sem hann sendi á fjölmiðla eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Omtzigt hefur einnig beitt sér í máli Júlíu Tymoshenko og réttarhalda yfir henni sem eru afar umdeild. Omtzigt kom meðal annars hingað til lands þegar Landsdómsmálið stóð sem hæst og ræddi þá við Mörð. „Það sem ég benti Omtzigt meðal annars á var að það væri undarlegt að tala um Landsdóminn í sömu andrá og mál Tymoshenko," segir Mörður sem hefur vitað af minnisblaðinu en ekki stendur til að þing Evrópuráðsins taki það fyrir fyrr en í janúar. Á þeim tíma gæti minnisblaðið, sem nú birtist í fjölmiðlum, breyst töluvert. Mörður segir þó Landsdómi til varnar að hann sé annarsvegar bundinn í stjórnarskrá landsins auk þess sem hann byggir á erlendum fyrirmyndum, svo sem Landsdómi í Danmörku. Auk þess sem svipað fyrirkomulag sé að finna í Noregi og Þýskalandi. „Þannig mætti til að mynda spyrja um Tamíla-málið," segir Mörður og á þá við frægt dómsmál gegn ráðherra í Danmörku árið 1995. Mörður segir aðspurður samþykkt málsins á Evrópuráðsþinginu ekki hafa nein réttarfarsáhrif. Mörður áréttar hinsvegar, að ef plaggið verður samþykkt með þeirri gagnrýni sem það inniheldur í dag, að það sé sjálfsagt að skoða þá gagnrýni, enda þegar verið að endurskoða ráðherralögin, og lög um landsdóminn. „Þetta ætti að hjálpa til og bæta þá umræðu," segir Mörður. Hann segir aftur á móti hafa tilfinningu fyrir því, „og það er bara mín tilfinning," áréttar hann, að ástæðan fyrir því að Omtzigt taki nú Landsdóminn fyrir, sé svo Úkraína standi ekki eitt þegar Evrópuráðsþingið gagnrýnir landið fyrir pólitísk réttarhöld. Mörður segir þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu við Landsdóminn hér á landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana. 2. október 2012 12:07