Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah 2. október 2012 14:01 Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp