Fótbolti

Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Mynd/AFP
Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Í fyrri heimsókn sinni sá Blatter Íslendinga taka á móti Rússum á Laugardalsvelli þar sem Íslendingar fóru með sigur af hólmi, 1 - 0, en það er eini sigurleikur á Rússum til þessa hjá A landsliði karla.

Blatter er að heimsækja Ísland og Færeyjar í þessari för sinni en hann fer héðan á þriðjudeginum til Þórshafnar.

Boðað verður til blaðamannafundar með Blatter á meðan dvöl hans stendur hér á landi en KSÍ mun tilkynna síðar hvenær sá fundur fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×