Grikkir merkja 30 milljón evrur fyrir kappakstursbraut Birgir Þór Harðarson skrifar 3. október 2012 15:00 Sífellt bætist í hóp þeirra landa sem vilja halda Formúlu 1-kappakstur. Það verður þó seint sem kappakstur verður haldinn á möl. David Coulthard fékk að kynnast því þegar hann ók um þá fyrirhugaða braut í Texas sem nú er tilbúin. nordicphotos/afp Samsteypustjórnin í Grikklandi hefur eyrnamerkt 30 milljón evrur kappakstursbraut sem þeir hyggjast byggja. Vonir eru bundnar við að geta einn daginn haldið grískan kappakstur á brautinni. Eins og kunnugt er hafa Grikkir ekki verið í neinum afbragðs málum undanfarin ár og hefur alþjóðlega efnahagskreppan komið illa við þá. Evrópusambandið hefur þurft að leggja til fé til þess eins að landið fari ekki á hausinn. Samkvæmt þróunarráðuneyti Grikklands, verður brautin byggð nærri Patras í vestur-Grikklandi og þriðja fjölmennasta þéttbýli landsins. Samanlagður kostnaður við byggingu brautarinnar er áætlaður vera 94,6 milljónir evra. Það mun svo vera einkahlutafélagið Racetrack Patras SA sem annast framkvæmdina. Grikkir sjá greinilega tækifæri í því að halda alþjóðlegan kappakstur. Tekjurnar af kappakstrinum gætu orðið þó nokkrar enda laðar Formúla 1 aðdáendur allstaðar að úr heiminum. Heimsmeistararallið heimsækir Grikkland árlega. Grikkir hafa þó aldrei átt ökumann í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Samsteypustjórnin í Grikklandi hefur eyrnamerkt 30 milljón evrur kappakstursbraut sem þeir hyggjast byggja. Vonir eru bundnar við að geta einn daginn haldið grískan kappakstur á brautinni. Eins og kunnugt er hafa Grikkir ekki verið í neinum afbragðs málum undanfarin ár og hefur alþjóðlega efnahagskreppan komið illa við þá. Evrópusambandið hefur þurft að leggja til fé til þess eins að landið fari ekki á hausinn. Samkvæmt þróunarráðuneyti Grikklands, verður brautin byggð nærri Patras í vestur-Grikklandi og þriðja fjölmennasta þéttbýli landsins. Samanlagður kostnaður við byggingu brautarinnar er áætlaður vera 94,6 milljónir evra. Það mun svo vera einkahlutafélagið Racetrack Patras SA sem annast framkvæmdina. Grikkir sjá greinilega tækifæri í því að halda alþjóðlegan kappakstur. Tekjurnar af kappakstrinum gætu orðið þó nokkrar enda laðar Formúla 1 aðdáendur allstaðar að úr heiminum. Heimsmeistararallið heimsækir Grikkland árlega. Grikkir hafa þó aldrei átt ökumann í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira