Er betri núna en í upphafi meðgöngu 4. október 2012 10:50 Sunna Jónína Sigurðardóttir var komin nokkrar vikur á leið þegar hún fór að kenna sér meins í mjóbaki. Hún leitaði sér aðstoðar vegna verkjanna hjá lækni og í framhaldi hjá Gáska. "Ég byrjaði hjá einum sjúkraþjálfara sem sendi mig áfram til Sólrúnar Sverrisdóttur sem sérhæfir sig í meinum tengdum meðgöngu og mjaðmagrind. Ég var að vinna í garðyrkjudeildinni í Garðheimum og þurfti oft að lyfta hlutum og bogra svolítið. Hjá Sólrúnu fékk ég góða hjálp við að lina verkina og leiðbeiningar um hvernig væri best fyrir mig að beita mér til að fyrirbyggja vandamál. Í dag er ég komin 30 vikur á leið af mínu öðru barni, en á fyrri meðgöngu var ég ekki eins slæm og ég hef verið núna. Það losnar um öll liðbönd vegna hormónaflæðis tengt meðgöngunni, svo það hefur ýmislegt fleira komið upp á þessum tíma fyrir utan verki í baki; grindargliðnun, sinaskeiðabólga og vöðvabólga. Þar sem ég er ófrísk get ég ekki tekið verkjalyf nema í litlu magni. Sjúkraþjálfunin hefur hins vegar gert það að verkum að ég er betri núna en þegar ég byrjaði en samt komin 30 vikur á leið. Sennilega hefði ég verið óvinnufær eða með skerta vinnugetu ef ég hefði ekki leitað aðstoðar sjúkraþjálfara." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Sunna Jónína Sigurðardóttir var komin nokkrar vikur á leið þegar hún fór að kenna sér meins í mjóbaki. Hún leitaði sér aðstoðar vegna verkjanna hjá lækni og í framhaldi hjá Gáska. "Ég byrjaði hjá einum sjúkraþjálfara sem sendi mig áfram til Sólrúnar Sverrisdóttur sem sérhæfir sig í meinum tengdum meðgöngu og mjaðmagrind. Ég var að vinna í garðyrkjudeildinni í Garðheimum og þurfti oft að lyfta hlutum og bogra svolítið. Hjá Sólrúnu fékk ég góða hjálp við að lina verkina og leiðbeiningar um hvernig væri best fyrir mig að beita mér til að fyrirbyggja vandamál. Í dag er ég komin 30 vikur á leið af mínu öðru barni, en á fyrri meðgöngu var ég ekki eins slæm og ég hef verið núna. Það losnar um öll liðbönd vegna hormónaflæðis tengt meðgöngunni, svo það hefur ýmislegt fleira komið upp á þessum tíma fyrir utan verki í baki; grindargliðnun, sinaskeiðabólga og vöðvabólga. Þar sem ég er ófrísk get ég ekki tekið verkjalyf nema í litlu magni. Sjúkraþjálfunin hefur hins vegar gert það að verkum að ég er betri núna en þegar ég byrjaði en samt komin 30 vikur á leið. Sennilega hefði ég verið óvinnufær eða með skerta vinnugetu ef ég hefði ekki leitað aðstoðar sjúkraþjálfara."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira