Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur dregist saman að undanförnu og mælist nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist minna en átta prósent, og þykja þær benda til þess að efnahagur Bandaríkjanna sé að rétta hraðar úr kútnum en spáð hafði verið.
Tölurnar benda til þess að 114 þúsund störf hafi orðið til í september mánuði, sem er meira en reiknað hafði verið með, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Þessar nýju atvinnuleysistölur þykja koma á besta tíma fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem á nú í harðri kosningabaráttu við Repúblikanann Mit Romney, en kosið verður um forseta í Bandaríkjunum í nóvember.
Sjá má frétt BBC hér.
Viðskipti erlent