Formúla 1

Útlitið ekki bjart fyrir franskan kappakstur

Birgir Þór Harðarson skrifar
Paul Ricard kappakstursbrautin hefur verið vinsæl meðal keppnisliða sem æfingabraut. Þar var keppt á níunda áratugnum.
Paul Ricard kappakstursbrautin hefur verið vinsæl meðal keppnisliða sem æfingabraut. Þar var keppt á níunda áratugnum. nordicphotos/afp
Það bendir allt til þess að Frakkar verði enn að bíða þess að geta haldið mót í Formúlu 1 á ný því ný ríkisstjórn sósíalista hefur sagst ekki ælta að veita ríkisfjármagn til mótshaldsins.

Síðasta vetur og í vor var mikið fjallað um að líklegt væri að franski kappaksturinn kæmist aftur á dagskrá. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, gaf vilyrði fyrir því að halda kappaksturinn á braut sinni í Paul Ricard í Suður-Frakklandi og ríkisstjórn Nicolas Sarkozy virtist áhugasöm um kappaksturinn.

Sarkozy var hins vegar kosinn í burtu í forsetakosninum í apríl og sósíalistinn Francois Hollande komst til valda. Ríkisstjórn hans vill ekki styrkja kappakstur og því verður líklega ekkert af honum á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×