Niðurröðun klár fyrir fyrstu umferð Ryder-keppninnar 28. september 2012 10:45 Brandt Snedeker. Nordic Photos / Getty Images Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira