Poulter hélt vonum Evrópubúa á lífi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 23:59 Nordic Photos / Getty Images Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira