Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2012 11:47 Sigurjón Kjartansson er ákaflega ánægður með söluna. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira