Listakonur kryfja mannsheilann BBI skrifar 11. september 2012 15:13 Sigrún Hlín og Saga. Mynd/Anton Brink Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar." Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar."
Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00