Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana 13. september 2012 16:05 Ragnar Már Garðarsson náði frábærum árangri á Royal Troon vellinum. GSÍ Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira