Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2012 19:30 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira