Kristján og Tinna halda forystunni á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 19:13 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GSÍmyndir.net Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30 Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Keilisfólkið Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir eru áfram efst eftir tvo hringi á Síma mótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli og er lokamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Bæði voru þau Kristján og Tinna með forustu eftir fyrstu 18 holurnar en alls voru spilaðar 36 holur í dag. Síðasti hringurinn fer síðan fram á morgun.Kristján Þór Einarsson lék tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er með tveggja högga forskot á Hlyn Geir Hjartarson úr GOS sem er í öðru sætinu. Þrír eru svo jafnir í 3. til 5. sæti en það eru þeir Magnús Lárusson, Einar Haukur Óskarsson og Fannar Ingi Steingrímsson. Hlynur Geir er í góðri stöðu til að tryggja sér stigameistaratitilinn þar sem að Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili og efsti maður á stigalista karla keppir ekki á lokamótinu. Hlynur var í 2. sæti á stigalistanum og fær mesta samkeppnina frá þeim Þórði Rafni Gissurarsyni úr GR og Rúnari Arnórssyni úr GK í baráttunni um stigameistaratitilinn. Bjarki Pétursson úr GB lék best á öðrum hring en hann lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann bætti sig um tíu högg frá því á fyrsta hring og lyfti sér upp í 5.-6. sæti. Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Lokahringurinn fer fram á morgun.Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn. Tinna er samtals á 150 höggum í dag eða átta höggum yfir pari eftir 36 holur sem leiknar voru í dag. Tinna lék fyrri hring dagsins á 76 höggum og síðari hringinn á 74 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í öðru sæti á samtals 155 höggum eftir að hafa leikið á 80 og 75 höggum í dag. Signý Arnórsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 156 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í fjórða sæti á 157 höggum.Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4 3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5 3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5 5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6 5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6 7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7 8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8 9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10 9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10 9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 76-74=150 +8 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80-75=155 +13 3. Signý Arnórsdóttir, GK 79-77=156 +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 77-80=157 +15 5. Karen Guðnadóttir, GS 82-77=159 +17 6. Guðrún Pétursdóttir, GR 80-82=162 +20 7.-9. Heiða Guðnadóttir, GKJ 84-86=170 +28 7.-9. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 82-88=170 +28 7.-9.Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 85-85=170 +28 10.-11. Ingunn Einarsdóttir, GKG 90-82=172 +30 10.-11. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 85-87=172 +30
Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira