Grosjean bannað að keppa á Ítalíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 16:38 Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira