Fótbolti

Ole Gunnar Solskjær: Ég vil mæta Liverpool í riðlakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norsku meistaranna í Molde, stýrði liði sínu inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær og þessi goðsögn af Old Trafford á sér óskamótherja þegar dregið verður í dag. Molde sló út Íslendingaliðið Heerenveen frá Hollandi en með því liði spilar Alfreð Finnbogason.

„Þetta var frábært kvöld fyrir klúbbinn og leikmennina. Nú fá leikmennirnir tækifæri að reyna fyrir sér á hærra stigi," sagði Ole Gunnar Solskjær.

„Nú vil ég fá Liverpool í riðlakeppninni. Við viljum fá góð lið í heimsókn á Aker Stadion," sagði Solskjær en gamla Manchester United manninum þætti það örugglega ekki leiðinlegt að vinna Liverpool.

Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að norskum meisturum á sínu fyrsta ári með liðið og Molde er nú komið á toppinn í norsku deildinni eftir smá ströggl í upphafi tímabilsins.

Drátturinn í Evrópudeildinni fer fram í dag og hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana fyrir dráttinn en þetta verða tólf fjögurra liða riðlar.



Fyrsti styrkleikaflokkur:

Atlético Madrid

Inter

Lyon

Liverpool

Marseille

Sporting Lisboa

PSV

Tottenham

Bayer Leverkusen

Bordeaux

Twente

Stuttgart

Annar styrkleikaflokkur:

Basel

Metalist Kharkiv

Panathinaikos

Athletic Bilbao

FC København

Fenerbahce

Rubin Kazan

Napoli

Udinese

Club Brügge

Hapoel Tel Aviv

Hannover 96

Þriðji styrkleikaflokkur:

Lazio

Steua Bucuresti

Sparta Praha

Rosenborg

Newcastle

Young Boys

Levante

Genk

Borussia Mönchengladbach

Partizan Beograd

Viktoria Plzen

Dnipro Dnipropetrovsk

Fjórði styrkleikaflokkur:

Helsingborg

Marítimo

Rapid Wien

Académica

Anzji Makhatsjkala

Maribor

AIK

AEL Limassol

Hapoel Ironi Kiryat Shmona

Molde

Videoton

Neftchi Baku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×