Sport

Matthildur Ylfa komst í úrslit og hafnaði í áttunda sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Jón Björn
Langstökkskonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hafnaði í áttunda sæti í langstökkskeppni Ólympíumóts fatlaðra í morgun. Matthildur stökk lengst 4,08 metra sem er nálægt hennar besta árangri.

Matthildur Ylfa stökk 4,07 metra í sínu þriðja stökki sem var áttunda besta stökkið í undankeppninni og tryggði henni sæti í átta manna úrslitum. Í úrslitunum fengu keppendur að stökkva þrisvar til viðbótar.

Matthildur átti sitt lengsta stökk, 4,08 metra, í fimmta stökkinu sem er nálægt hennar besta árangri. Hennar besta viðurkennda stökk er 4,10 metrar en hún stökk þó 4,28 metra á Íslandsmótinu fyrr í sumar.

Glæsilegur árangur hjá Matthildi Ylfu á hennar fyrsta Ólympíumóti. Matthildur Ylfa er aðeins 15 ára gömul.

Stökk Matthildar Ylfu

1. Ógilt

2. 3,63 metrar

3. 4,07 metrar

4. 3,83 metrar

5. 4,08 metrar

6. 4,03 metrar

Matthildur Ylfa keppir næst í 100 metra hlaupi á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×