Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hafnaði í 14. sæti af sautján keppendum í undanrásum í 100 metra baksundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í morgun.
Kolbrún Alda kom í mark á tímanum 1:21,61 mínútum en hún á best 1:21,09 mínútur. Heimakonan Chloe Davies kom fyrst í mark á tímanum 1:09,22 mínútum.
Kolbrún Alda keppir á sunnudaginn í 200 metra skriðsundi sem er hennar sterkasta grein.
