Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-1 21. ágúst 2012 13:06 Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira