Leiða gesti inn í heim vændis 22. ágúst 2012 20:00 Vilborg, Eva Björk, Aðalbjörg og Eva Rán lögðust í heilmikla rannsóknarvinnu á vændi í Reykjavík við gerð verksins Downtown 24/7. fréttablaðið/valli Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp