Hópferðir um allan heim 23. ágúst 2012 12:55 ''Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim,'' segir Harpa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Surprize ferða. mynd/gva Surprize ferðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu hópaferða um allan heim. Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á spannar allt frá því að finna það hótel sem hentar hópnum best upp í alhliða skipulagningu hvataferða, ráðstefna og funda fyrir fyrirtæki, á Íslandi eða hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið hefur starfað í sex ár og sinnt þjónustu fyrir mörg af stærri og meðalstórum fyrirtækjum Íslands. Harpa Einarsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er með yfir 20 ára reynslu af ferðaþjónustu. Hún hefur boðið upp á þessa þjónustu í tíu ár en var áður mörg ár við ýmis stjórnunarstörf á hótelum. Hún segir þjónustu fyrirtækisins fjölbreytta og sérsniðna að þörfum viðskiptavinarins. "Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim en þó mest fyrir fyrirtæki sem fara með starfsmenn í hópeflis- og hvataferðir, á fundi og ráðstefnur og einnig sýningar erlendis." Það eru margir kostir fólgnir í því fyrir fyrirtæki og hópa að leita til Surprize ferða. Surprize ferðir eru í samstarfi við alþjóðlega keðju hótelmiðlara - Helmsbriscoe. Þetta er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1200 samstarfsaðila í 50 löndum. Með þessu samstarfi hafa Surprize ferðir aðgang að upplýsingum um hótel og áfangastaði um allan heim. "Við deilum meðal annars upplýsingum um hótel sem við vinnum með á innraneti Helmsbriscoe. Þannig fáum við upplýsingar beint frá aðilum sem hafa notað þjónustu þessara hótela og getum betur ráðlagt viðskiptavinum okkar. Annað sem gerir það eftirsóknarvert að vinna með okkur er að Helmsbriscoe er með stærstu viðskiptavinum allra helstu hótelkeðja í heiminum í dag. Það hjálpar okkur við að ná fram mjög góðum samningum við hótelin um verð og annað það sem máli skiptir fyrir hópinn. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að fyrir þessa þjónustu við hótelbókun greiðir viðskiptavinurinn ekki neitt. Við vinnum eingöngu á þóknun frá hótelunum." Á starfsferli sínum hefur Harpa unnið með fjölmarga hópa mjög víða eða nánast í öllum heimsálfum. Misjafnt er hversu mikla þjónustu viðskiptavinir vilja. Stundum er það eingöngu hin svokallaða hótelmiðlun, þ.e. að finna og bóka hótel fyrir hópinn. Síðan eru líka hópar og fyrirtæki sem vilja aðstoð við bókun á flugi, skipulagningu á viðburðum, hópefli, ráðstefnum og fleira. "Við höfum til dæmis verið að vinna mikið með sjávarútvegssýningu sem haldin er í Brussel á hverju ári. Þar höfum við skipulagt marga viðburði fyrir viðskiptavinina auk þess sem við höfum verið með mikið af herbergjum sem við bókum bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við sinnum þjónustu fyrir bæði smáa og stóra viðskiptavini og ef á þarf að halda höfum við líka aðgang að vinnukröftum þessa mikla fjölda sérfræðinga á vegum Helmsbriscoe ef um er að ræða mikil viðskipti eða stórar ráðstefnur. Fyrirtækið getur því stækkað eftir því sem þörf er á." Frekari upplýsingar má nálgast á www.surprizetravel.is og www.helmsbriscoe.com. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Surprize ferðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu hópaferða um allan heim. Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á spannar allt frá því að finna það hótel sem hentar hópnum best upp í alhliða skipulagningu hvataferða, ráðstefna og funda fyrir fyrirtæki, á Íslandi eða hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið hefur starfað í sex ár og sinnt þjónustu fyrir mörg af stærri og meðalstórum fyrirtækjum Íslands. Harpa Einarsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er með yfir 20 ára reynslu af ferðaþjónustu. Hún hefur boðið upp á þessa þjónustu í tíu ár en var áður mörg ár við ýmis stjórnunarstörf á hótelum. Hún segir þjónustu fyrirtækisins fjölbreytta og sérsniðna að þörfum viðskiptavinarins. "Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim en þó mest fyrir fyrirtæki sem fara með starfsmenn í hópeflis- og hvataferðir, á fundi og ráðstefnur og einnig sýningar erlendis." Það eru margir kostir fólgnir í því fyrir fyrirtæki og hópa að leita til Surprize ferða. Surprize ferðir eru í samstarfi við alþjóðlega keðju hótelmiðlara - Helmsbriscoe. Þetta er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1200 samstarfsaðila í 50 löndum. Með þessu samstarfi hafa Surprize ferðir aðgang að upplýsingum um hótel og áfangastaði um allan heim. "Við deilum meðal annars upplýsingum um hótel sem við vinnum með á innraneti Helmsbriscoe. Þannig fáum við upplýsingar beint frá aðilum sem hafa notað þjónustu þessara hótela og getum betur ráðlagt viðskiptavinum okkar. Annað sem gerir það eftirsóknarvert að vinna með okkur er að Helmsbriscoe er með stærstu viðskiptavinum allra helstu hótelkeðja í heiminum í dag. Það hjálpar okkur við að ná fram mjög góðum samningum við hótelin um verð og annað það sem máli skiptir fyrir hópinn. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að fyrir þessa þjónustu við hótelbókun greiðir viðskiptavinurinn ekki neitt. Við vinnum eingöngu á þóknun frá hótelunum." Á starfsferli sínum hefur Harpa unnið með fjölmarga hópa mjög víða eða nánast í öllum heimsálfum. Misjafnt er hversu mikla þjónustu viðskiptavinir vilja. Stundum er það eingöngu hin svokallaða hótelmiðlun, þ.e. að finna og bóka hótel fyrir hópinn. Síðan eru líka hópar og fyrirtæki sem vilja aðstoð við bókun á flugi, skipulagningu á viðburðum, hópefli, ráðstefnum og fleira. "Við höfum til dæmis verið að vinna mikið með sjávarútvegssýningu sem haldin er í Brussel á hverju ári. Þar höfum við skipulagt marga viðburði fyrir viðskiptavinina auk þess sem við höfum verið með mikið af herbergjum sem við bókum bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við sinnum þjónustu fyrir bæði smáa og stóra viðskiptavini og ef á þarf að halda höfum við líka aðgang að vinnukröftum þessa mikla fjölda sérfræðinga á vegum Helmsbriscoe ef um er að ræða mikil viðskipti eða stórar ráðstefnur. Fyrirtækið getur því stækkað eftir því sem þörf er á." Frekari upplýsingar má nálgast á www.surprizetravel.is og www.helmsbriscoe.com.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira