Schumacher ekur sinn 300. kappakstur Birgir Þór Harðarson skrifar 24. ágúst 2012 21:30 Schumacher hefur enn gaman að þessu þó hann hafi stundað mótorsport í um það bil þrjá áratugi. nordicphotos/afp Michael Schumcher mun taka þátt í sínum 300. kappakstri þegar Formúla 1 snýr aftur úr sumarfríi þann 2. september. Þá verður keppt á Spa í Belgíu en þar hefur Schumacher jafnan átt sínar stærstu stundir á Formúlu 1-ferlinum. Schumacher varð fyrir nokkru annar reyndasti ökuþór síðan heimsmeistarakeppnin hófst. Hann skreið upp fyrir Ricardo Patrese sem ók í Formúlu 1 á árunum 1977-1993. Rubens Barrichello, fyrrum liðsfélagi Schumachers hjá Ferrari, er reyndasti ökuþór í Formúlu 1. Hann ók í 326 mótum á ferlinum sem endaði snarlega síðasta haust. "Spa er eins og stofan heima," sagði Schumacher við Autosport. "Brautin er klárlega mín uppáhalds í heiminum." "Það er eiginlega ekki fyndið hversu mörg og sérstök augnablik ég hef átt á Spa. Frumraun mín, minn fyrsti sigur, titilsigur og margir af mínum bestu sigrum. Sú staðreynd að þetta veður minn 300. kappakstur kallar hreinlega á að við fögnum því á réttan hátt." "Það er engin spurning að við ætlum að reyna að hafa þessa helgi góða." Helgin er ekki aðeins sérstök fyrir Schumacher því Sebastian Vettel mun aka sinn hundraðasta kappakstur í Belgíu. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumcher mun taka þátt í sínum 300. kappakstri þegar Formúla 1 snýr aftur úr sumarfríi þann 2. september. Þá verður keppt á Spa í Belgíu en þar hefur Schumacher jafnan átt sínar stærstu stundir á Formúlu 1-ferlinum. Schumacher varð fyrir nokkru annar reyndasti ökuþór síðan heimsmeistarakeppnin hófst. Hann skreið upp fyrir Ricardo Patrese sem ók í Formúlu 1 á árunum 1977-1993. Rubens Barrichello, fyrrum liðsfélagi Schumachers hjá Ferrari, er reyndasti ökuþór í Formúlu 1. Hann ók í 326 mótum á ferlinum sem endaði snarlega síðasta haust. "Spa er eins og stofan heima," sagði Schumacher við Autosport. "Brautin er klárlega mín uppáhalds í heiminum." "Það er eiginlega ekki fyndið hversu mörg og sérstök augnablik ég hef átt á Spa. Frumraun mín, minn fyrsti sigur, titilsigur og margir af mínum bestu sigrum. Sú staðreynd að þetta veður minn 300. kappakstur kallar hreinlega á að við fögnum því á réttan hátt." "Það er engin spurning að við ætlum að reyna að hafa þessa helgi góða." Helgin er ekki aðeins sérstök fyrir Schumacher því Sebastian Vettel mun aka sinn hundraðasta kappakstur í Belgíu.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira