Elfar Aðalsteins með tvær myndir á RIFF 24. ágúst 2012 18:15 Elfar Aðalsteins og John Hurt standa á bak við myndina Sailcloth. Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira