Sport

Frjálsíþróttadómari fékk spjót í hálsinn og dó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
75 ára þýskur frjálsíþróttadómari lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa fengið í sig spjót á frjálsíþróttamóti í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu þýska blaðsins Bild. Dómarinn hét Dieter S. og var að vinna við mót í Düsseldorf.

„Dómarinn fór af stað áður en spjótið lenti. Hann hélt að hann vissi hvar spjótið myndi lenda," sagði Jochen Grundman, einn af dómurum mótsins við Bild.

Dómarinn var fluttur á sjúkrahúsið í Düsseldorf en hann missti mikið blóð og læknum tókst ekki að bjarga honum.

Það var 17 ára spjótkastari sem var svo óheppinn að kasta spjótinu sem hafnaði í Dieter S. og hann fékk ásamt sjö áhorfendum áfallahjálp eftir slysið. Mótinu var aflýst um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×