Raikkönen efaðist aldrei um burði Lotus Birgir Þór Harðarson skrifar 28. ágúst 2012 17:45 Kimi hefur staðið sig mjög vel í Lotus-bílnum í ár. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira