Vögguvísa komin aftur í bókabúðir 10. ágúst 2012 20:00 Þorsteinn Surmeli, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Anna Lea Friðriksdóttir, Þórunn Kristjándóttir og Svavar Steinar Guðmundsson. Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp