Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2012 07:00 Alfreð Brynjar Kristinsson. Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira