Sigursælasti Ólympíufari allra tíma kveður | Ætlar að ferðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2012 14:30 Phelps með bikarinn frá Alþjóðasundsambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu. Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu.
Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira