Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Sigurður Elvar Þórólfsson á Strandarvelli skrifar 27. júlí 2012 14:51 Axel Bóasson úr Keili var léttur og kátur í dag á Strandarvelli. seth Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. Axel er einn af þeim allra högglengstu á landinu og hann sló m.a. eitt 350 metra dræv á hringnum. „Ég var jákvæðari og rólegri í dag en í gær. Og það munaði einnig um að ég var að pútta mun betur í dag en í gær," sagði Axel rétt eftir að hann hafði lokið leik í dag. „Siggi Pall (Sigurpáll Geir Sveinsson) þjálfarinn minn fór yfir eitt smáatriði á púttgríninu í gær eftir hringinn og það virðist hafa virkað. Ég ákvað líka að vera aðeins ákveðnari í mínum leik og það small allt saman á fyrstu holu," sagði Axel en hann byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu tvær holurnar og bætti þeim þriðja við á 5. Hann fékk alls 7 fugla, 8 pör og 3 skolla á hringnum. „Þetta var dálítið þungt hjá mér í gær og ég fékk ekki fugl á hringnum sem á ekki að vera hægt á þessum velli. Ég er líka búinn að fá þrjú víti á þessu móti og það er fullmikið," sagði Axel Bóasson.Staðan á mótinu: Golf Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. Axel er einn af þeim allra högglengstu á landinu og hann sló m.a. eitt 350 metra dræv á hringnum. „Ég var jákvæðari og rólegri í dag en í gær. Og það munaði einnig um að ég var að pútta mun betur í dag en í gær," sagði Axel rétt eftir að hann hafði lokið leik í dag. „Siggi Pall (Sigurpáll Geir Sveinsson) þjálfarinn minn fór yfir eitt smáatriði á púttgríninu í gær eftir hringinn og það virðist hafa virkað. Ég ákvað líka að vera aðeins ákveðnari í mínum leik og það small allt saman á fyrstu holu," sagði Axel en hann byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu tvær holurnar og bætti þeim þriðja við á 5. Hann fékk alls 7 fugla, 8 pör og 3 skolla á hringnum. „Þetta var dálítið þungt hjá mér í gær og ég fékk ekki fugl á hringnum sem á ekki að vera hægt á þessum velli. Ég er líka búinn að fá þrjú víti á þessu móti og það er fullmikið," sagði Axel Bóasson.Staðan á mótinu:
Golf Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06
Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45