Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 18:15 Haraldur Franklín. Mynd/GSÍmyndir.net Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira