Webber endurnýjar samninginn við Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 10. júlí 2012 17:00 Mark Webber mun aka fyrir Red Bull á næsta ári eins og hann hefur gert síðan árið 2007. nordicphotos/afp Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur endurnýjað saming sinn við heimsmeistaraliðið. Hann skrifaði undir árslangan samning. Liðsfélagi Webbers verður áfram Sebastian Vettel. Talið var að Webber hefði fengið nóg af takmarkaðri athygli frá liðinu sem í fyrra einblíndi á Vettel þegar hann raðaði upp mótsigrum hvað eftir annað. Yfirburðir Vettels hafa hins vegar dvínað í ár og Webber er nú í sterkri stöðu til að berjast við Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Vegna þess hve óánægður Webber var talinn héldu spekingar að hann væri í þann mund að skrifa undir samning við Ferrari. Þar mundi hann verða liðsfélagi Alonso og taka sæti Felipe Massa sem, fram til breska kappakstursins um liðna helgi, hefur ekki staðið sig vel. Webber hefur ekið fyrir Red Bull síðan árið 2007 þegar hann kom frá Williams-liðinu. Hann ók sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur fyrir Minardi á heimavelli í Melbourne í Ástralíu árið 2002. Í sínu fyrsta móti endaði hann í sjötta sæti og náði einu stigi. Frá Minardi fór þessi 35 ára gamli ökuþór til Jaguar, sem síðar varð Red Bull. Webber segist vera ánægður með nýja samninginn. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur endurnýjað saming sinn við heimsmeistaraliðið. Hann skrifaði undir árslangan samning. Liðsfélagi Webbers verður áfram Sebastian Vettel. Talið var að Webber hefði fengið nóg af takmarkaðri athygli frá liðinu sem í fyrra einblíndi á Vettel þegar hann raðaði upp mótsigrum hvað eftir annað. Yfirburðir Vettels hafa hins vegar dvínað í ár og Webber er nú í sterkri stöðu til að berjast við Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Vegna þess hve óánægður Webber var talinn héldu spekingar að hann væri í þann mund að skrifa undir samning við Ferrari. Þar mundi hann verða liðsfélagi Alonso og taka sæti Felipe Massa sem, fram til breska kappakstursins um liðna helgi, hefur ekki staðið sig vel. Webber hefur ekið fyrir Red Bull síðan árið 2007 þegar hann kom frá Williams-liðinu. Hann ók sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur fyrir Minardi á heimavelli í Melbourne í Ástralíu árið 2002. Í sínu fyrsta móti endaði hann í sjötta sæti og náði einu stigi. Frá Minardi fór þessi 35 ára gamli ökuþór til Jaguar, sem síðar varð Red Bull. Webber segist vera ánægður með nýja samninginn.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira