Sæti Massa ekki á uppboði strax Birgir Þór Harðarson skrifar 11. júlí 2012 22:00 Massa hefur þurft að taka á öllu sínu til að rífa sig upp úr dellunni. Árangur hans á Silverstone var viðunandi. nordicphotos/afp Ferrari segist ekki vera neitt að drífa sig að finna ökumann við hlið Fernando Alonso árið 2013. Jafnvel þó Mark Webber, sem álitinn var augljós kostur fyrir Ferrari, hafi dregið sig úr keppninni um sæti Felipe Massa. Eins og Vísir hefur marg oft greint frá hefur Felipe Massa verið arfaslakur í samanburði við liðsfélaga sinn Alonso. Sæti Massa hefur því stöðugt hitnað undir honum enda draumur allra ökumanna með vott af virðingu fyrir rauðu fákunum að aka fyrir Ferrari. Þó að stjórnendur Ferrari hafi lýst því yfir að þeir treysti Massa fullkomlega til að skila sínu verki vel þá hafa þeir þurft að hvetja hann áfram. Fram að kappakstrinum í Mónakó mátti skilja á Stefano Domenicali, liðsstjóra Ferrari, að Massa væri í guðatölu. Áður en kappaksturinn í Mónakó hófst höfðu fjölmiðlar eftir yfirmönnum liðsins að Massa þyrfti að sýna árangur ef hann vilji halda sæti sínu. "Við erum ekki að drífa okkur neitt," sagði Domenicali, áður en gefið var út að Webber væri búinn að skrifa undir samning við Red Bull. "Ég var ánægður með Massa í fjórða sæti á Silverstone og þó að hann hafi átt í erfiðleikum í Valencia held ég að vandamál hans séu úr sögunni." Vélvirki Massa, Bretinn Rob Smedley, sagði fyrir mótið á Silverstone að Massa væri í toppformi og aðeins þyrfti herslumuninn til að hann væri að keppa um verðlaunasæti. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari segist ekki vera neitt að drífa sig að finna ökumann við hlið Fernando Alonso árið 2013. Jafnvel þó Mark Webber, sem álitinn var augljós kostur fyrir Ferrari, hafi dregið sig úr keppninni um sæti Felipe Massa. Eins og Vísir hefur marg oft greint frá hefur Felipe Massa verið arfaslakur í samanburði við liðsfélaga sinn Alonso. Sæti Massa hefur því stöðugt hitnað undir honum enda draumur allra ökumanna með vott af virðingu fyrir rauðu fákunum að aka fyrir Ferrari. Þó að stjórnendur Ferrari hafi lýst því yfir að þeir treysti Massa fullkomlega til að skila sínu verki vel þá hafa þeir þurft að hvetja hann áfram. Fram að kappakstrinum í Mónakó mátti skilja á Stefano Domenicali, liðsstjóra Ferrari, að Massa væri í guðatölu. Áður en kappaksturinn í Mónakó hófst höfðu fjölmiðlar eftir yfirmönnum liðsins að Massa þyrfti að sýna árangur ef hann vilji halda sæti sínu. "Við erum ekki að drífa okkur neitt," sagði Domenicali, áður en gefið var út að Webber væri búinn að skrifa undir samning við Red Bull. "Ég var ánægður með Massa í fjórða sæti á Silverstone og þó að hann hafi átt í erfiðleikum í Valencia held ég að vandamál hans séu úr sögunni." Vélvirki Massa, Bretinn Rob Smedley, sagði fyrir mótið á Silverstone að Massa væri í toppformi og aðeins þyrfti herslumuninn til að hann væri að keppa um verðlaunasæti.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira